- Útvarp Kántrýbær góðan dag....á FM 100,7 og 96,7 -

Útvarp Kántrýbær
Eina útvarpsstöðin sem rekin er eingöngu í menningarlegum tilgangi

Country Radio of Iceland
FM 96,7 og 102,1
Skagaströnd Iceland

English version of Country Radio of Iceland
Hérna er dagskrá Kántrýútvarpsins - Smella hérna

Bookmark and Share

 


Kántrýútvarpið 10 ára 2002
 
Útvarp Kántrýbær góðan dag...!

Það er Hallbjörn J. Hjartarson sem er við hljóðnemann..!


Viltu heyra óskalag?
Símanúmerið er 452 4774 síminn er alltaf opinn..!

E-mail til Kántrýútvarpsins


Útvarp Kántrýbær komin á Netið!

Þá hefur útvarpsstöðin frábæra verið tengd inn á Internetið svo nú getur allur heimurinn hlustað!
Gott fyrir auglýsendur að vita það.


Hérna getur þú smellt á á Kántrýútvarpið á Netinu

September 2008: Athugið að það er komin ný slóð fyrir Kántrýútvarpið á Netinu:

Sú gamla var: http://82.221.72.165:8000/listen.pls
Sú nýja er: http://93.95.74.162:8000/listen.pls

Kántrýútvarpið - Stuðningsaðilar!
Þið sem viljið styðja við Kántrýútvarpið þá eru reikningsnúmerin hérna:

Styrktarreikningur Útvarps Kántrýbæjar í Landsbankanum á Skagaströnd. Banki 0160 höfuðbók 26 reikningsnúmer 3906. Kt 050635-3849.
Margt smátt gerir annað stórt,hafið þökk fyrir - Kúrekinn.

Til að hlusta á Netútvarpið geturðu notað Windows Media Player,Real Player,eða Itunes.

Hérna sækirðu Windows Media Player
Hérna sækirðu Itunes
Hérna sækirðu Real Player

Þeir sem eru ennþá tengdir á gömlu tenginguna okkar á Netútvarpinu skulu hreinsa hana út hjá sér og tengjast þeirri nýju,þvi sú eldri er að trufla útsendingu á þeirri nýju.

Hlustið á sýnishorn úr útvarpsþáttum Kántrýútvarpsins.
       
 
Þátturinn íslenskir tónar
 
 
Þátturinn Kærleiksstundin
 
 
Bland í poka (ýmislegt fyrir alla)
 
     
Óvíða á landinu eru starfandi útvarpsstöðvar, en þannig er það þó á Skagaströnd.

Fjölmargir telja Útvarp Kántrýbæ vera ómissandi í menningu á Norðurlandi vestra og víst er að það vekur athygli langt út fyrir landshlutann.
Hallbjörn Hjartarson rekur Útvarpið og kynnir sveitatónlist á þann hátt sem fæstir kunna.
Útvarpið næst frá Holtavörðuheiði og er á Fm 96,7 í Húnavatnssýslum og 102,2 í Skagafirði.

Stöðin næst frá Holtavörðuheiði,
langleiðina til Akureyrar og allar Strandirnar.
FM 96,7 og 102,1

Kæru höfuðborgarbúar.
Útsendingar Útvarps Kántrýbæjar náðust á höfuðborgarsvæðinu um tíma og naut stöðin töluverðra vinsælda.Á þeim tíma stóðu aðstandendur SkjásEins alfarið að kostun útsendinganna.Eftir að útsendingar hættu hafa margir haft samband við okkur á útvarpsstöðinni og spurst fyrir um hvort ekki sé hægt að senda út á höfuðborgarsvæðinu á ný.Við höfum kannað þann möguleika og fengið jákvæðsvör hvað kostun varðar.
Útvarp Kántrýbær er einkarekinn útvarpsstöð sem öllum hefur verið frjálst að hlusta á.
Til þess að framkvæma þá hugmynd að útvarpa á höfuðborgarsvæðinu þarf að fjármagna sendibúnað og greiðslur stefgjalda mánaðarlega.
Af því leita ég til ykkar með þá hugmynd að stofna félag um þennan rekstur.Ef áhugi er fyrir hendi myndi þetta félag sjá um rekstur sendibúnaðarins auk þess að ná inn fé með sölu auglýsinga.Þá myndi hver félagsmaður greiða 500 krónur á mánuði í styrktargjald. Höfuðstöðvar útvarpsins yrðu sem fyrr á Skagaströnd og útsendingar yrðu sendar suður símleiðis í móttökustöð.
Útvarp Kántrýbær hefur starfað í 11 ár.Þetta eru lengri lífdagar en margar aðrar stöðvar sem mætti ætla að hefðu sterka bakhjarla. Okkar takmark hefur fyrst og fremst verið að veita sem flestum kærleik og yl.Starfsemin hefur ekki snúist um fjármagn okkur til handa og verður engin breyting þar á,nái hugmyndin fram að ganga.
Styrktarreikningur hefur verið opnaður og númer hans er 0307-26-967. Nú liggur á að vita hvort hugur fylgir máli svo útsendingar geti hafist. Allar nánari upplýsingar gefur Guðmundur Ólafsson í síma 452 2769 og 861 3033.

Hérna er dagskrá Kántrýútvarpsins - Smella hérna

Útsendingartími Kántrýútvarpsins er sem hér segir:

Á veturna er sent út frá kl.16-12 virka daga.
og frá kl.16-1 um helgar.

Á sumrin,frá 1.Júní til 31. Ágúst er sent út:
Frá kl. 14-12 virka daga.
Frá kl. 14-1 um helgar.

Leikin er létt og grípandi sveitatónlist,
bæði innlend og erlend að hætti Kántrýkóngsins.

Vakin skal meðal annars athygli á því að:

Á Sunnudagskvöldum frá kl.9.30.-22.20. er á dagskrá
þátturinn Kristilega Kærleiksstundin,en þá er leikin
Gospeltónlist og lesið upp úr Ritningunni.

Einnig er á Sunnudagskvöldum þátturinn Íslenskir tónar
en þá eru leikin gömul og góð íslensk kóralög og fleira.
Þátturinn er á dagskrá frá kl.23.00.-23.45.
Hallbjörn og Kántrýútvarpið.


Útvarp Kántrýbær

Sem varð 10 ára árið 2002, hefur vissulega sína sérstöðu hér á landi á.
Það er staðreynd sem æ fleiri eru reiðubúnir að viðurkenna. Hallbjörn hefur staðið þar vaktina frá upphafi og sú hugsun aldrei hvarflað að honum að gefast upp þó stundum hafi gefið á bátinn á öldum ljósvakans og víðar. Þeir eru margir áhugamennirnir sem vilja leggja sitt af mörkum til að þróa þessa séríslensku menningareiningu sem Útvarp Kántrýbær er
og vafalaust á framtíðin eftir að skila ýmsu góðgæti á fjörur þeirra sem kunna gott að meta í þeim efnum.


"Enginn er spámaður í sínu föðurlandi."